Thursday 5 July 2007


Strax er ferðalagið mikla orðið frekar ævintýralegt. Allt gekk vel eins og vanalega frá Íslandi. Þurfti að borga fyrir 8 aukakíló en það var svosem ekki svo hræðilegt....
Það gekk líka vel að finna Express Coach á Standsted og ég var komin á Heathrow í góðum tíma, og þá fóru hlutirnir að gerast!!! Allstaðar raðir, meira að segja í lifturnar og svo heljarinnar göngutúr til að komast að réttu „gate-i“. Nú mér tókst að taka með mér aaaaðeins of mikið af dóti, og ensku dömunum leist ekkert á blikuna. Þeim fannst þessi auka 27 kg. sem ég var með eitthvað yfirdrifin hjá mér, ég skildi svosem ekkert í því. Eigum við konur ekki að standa saman? Maður verður jú að hafa þetta nauðsynlegasta með þegar að maður ferðast hálfan hnöttinn! Nú ég varð því að senda eina töskuna, því vinkonan ætlaði að rukka mig 650 pund fyrir aukakílóin. Þá fór allt á fullt hjá mér með að taka úr einni tösku og setja í aðra og guð má vita hvað ég stóð lengi, aaaalein og ráðvilt með nærur, pils, buxur og hvað veit ég útum allt... Ekki batnaði það þegar að ég þurfti að vera með símanúmer í Ástralíu til að geta sent töskuna. „Hva! Ég þekki engan í Ástralíu....nei á enga vini þar“, svo þá var að hringja í ofvæni til mömmu gömlu sem eftir nokkuð hark við gmail og netið og nokkur símtöl tókst að redda málinu og taskan er því komin í flug. Kemur víst eftir ca. viku. Ég veit svo eiginlega varla hvað ég er með mér núna, varð alveg kolringluð í þessu töskuveseni.
Flugið með Emirates til Dubai var eins þægilegt og það gat verið. Besti flugvélamatur sem ég hef smakkað, og sér tv skjár þar sem hægt var að velja milli ótal mynda, tölvuleikja etc. Það var líka frábært að fá upplýsingar um næsta flug á skjánum og sleppa við panik við að leita að Brisbane „gate-inu“. Það var þokkalega groovie að fljúga yfir Dubai, og alveg greinilegt að maður var komin í allt annan heim. Allt var gult, sandur útum allt, öll hús ferköntuð með flötum þökum. Það var lítið af gróðri og sumstaðar var eins og vegir, hús og gróður væri að „drukna“ í sandinum. Fríkað að sjá þetta.
Ég skellti svo í mig hálfri svefnpillu í byrjun flugsins til Singapore. Hún virkaði í 3 tíma svo ég var bara nokkuð brött við komuna til Singapore. Þar var okkur hent út, til að tölta um í 30 mín, og svo inn aftur og rúmlega 6 tíma flug til Brisbane.

Nú er ég semsagt komin alla leið. Komin í fínt herbergi á 2. hæð með útsýni yfir blakvöllinn og sundlaugina. Ég verð nú ekki lengi að fylla upp í þessa ræfils herbergis-kytru sem annars lítur bara vel út.
Ég fór nú að redda ýmsu strax við komuna. Borgaði aðgang að netinu og fór í búð. Var nú eiginlega að slíta af mér handleggina við burðinn heim. Það er svo margt sem að mann vantar þegar að maður byrjar svona upp á nýtt...allir skápar tómir! Þeir hefðu orðið ánægðir með mig í Mjölni...."GEFA SIG ALLAN, BERJAST, EKKI HÆTTA, EKKI HÆTTA...." Mér finnst ótrúlegt að ég sé ekki þreyttari. Er eiginlega ekkert búin að sofa á fluginu, kannski 4-5 tíma í allt, en er auðvitað búin að liggja og hvíla mig 80% ;-) svo ég er bara frekar góð núna! Kannski skoða ég mig aðeins um áður en ég klára að koma mér fyrir. Það er gaman að vera loksins komin hingað.

Min rejse startede allerede eventyrligt... Alt gik godt fra Island, måtte dog betale for 8 kg i overvægt. Det gik glimrende med at finde bus fra Standsted til Heathrow og jeg var der i god tid, heldigvis, fordi de engelske damer bryd sig ikke om de ca. 27 ekstra kg jeg hvade med! Man skulle tro at vi kvinder ville stå sammen, men nej, engan et sødt smil virkede. De ville tage 650 pund så jeg måtte finde andre veje og den eneste var at sende tasken for sig selv. OOOOg guuud, det havde jeg jo ikke pakket til, så jeg plantede mig i et hjørne og siden fløj der med underbukser og nederdele, sandeler og gud må vide, og til sidst vidste jeg næsten ikke hvad jeg havde pakked hvor! Næste sjok fik jeg da jeg skulle skaffe telefon nummer i Australien til at kunne sende tasken. ”Buhuuu men jeg kender ikke nogen der…” og efter par opkaldt og kamp med gmail og internettet lykkedes det mor at skaffe nummer hos kollegiet (hvor jeg skal bo) og tasken blev sendt af sted efter alt. Den kommer vist om en uge.
Flyveturen med Emirates var nok lige så komfi som den kunne være. God mad og eget tv, hvor man kunne vælge mellem mange film og spil etc. Lige noget for mig ;-) Det var utroligt at flyve over Dubai. Virkelig en anden verden der. Alt var gult og sand alle vegne. Firkantede hus med flade tage, og nogle af dem samt planter og veje var bogstaveligt ved at "drukne" i sanden.
Næste fly til Singapore tog så lidt over 6 timer, og efter kort stop tog det igen 6 timer til Brisbane. Derefter gik det nu meget smooth, og jeg er nået til Varsity Apartments i Sippy Downs. Lejligheden er meget fin, godt placeret og med godt udsigt fra balkonen. Solen skinner og i nu er der 23 grader her inde. Meget varmt sommer vejr at jeg synes. Men "vinteren" er vist ikke begyndt i nu, siger de. Jeg har fået pakket ud og købt madvarer ind. Har derfor fået spagetti arme oven i søvnløsheden så jeg kommer nok ikke til med at lave så meget mere i dag.
Sjovt at være nået så langt ;-)

2 comments:

Jóga said...

Hæ Habba, hef mikið hugsað til þín síðustu klukkustundir...spá í því hvernig gengi Down Under? Gott að allt fór vel að lokum:) Ég sjálf er farin að fá aðeins fiðring í magan vegna Ghana ferðarinnar...þetta fer bara alveg að skella á:) Bara 1 vinnudagur eftir og svo flýg ég hátt, hátt upp í loftið í flugvélinni, ekki regnhlýfinni...Mín var í Verði í dag að tryggja myndavéladjásnið sitt fyrir ferðina, kaupa fullt af magatöflum, krem fyrir moskídóbit og 1 stk alþjóðaviðskiptabók. Já ég sé að ég þarf eiginlega að lesa fyrstu 6 kaflana í bókinni til að vera góð þegar ég kem heim aftur. Einbeitingin er ekki alveg í lagi þessa stundina en er að reyna að pína mig í lestrarstuð:) Ég er sem sé búin að vera að finna mér alls kyns afsakanir frá lestrinum í allt kvöld...fyrst að hringja í Yvonna vinkonu í Portúgal, horfa smá á sjónvarpið, hringja í Guðrúnu vinkonu, lesa eina bls. og fara að vaska upp, blogga til Höbbu...úff, verð að fara að "get it on with the reading"...fer vonandi allt að koma. Ég var að stinga upp á því við Akeem að við ættum að fara út að skokka saman á hverjum degi í Ghana, svo fékk ég bakþanka með það af þeirri einföldu ástæðu að það væri eflaust besta leiðin til að ná sér í hjartaáfall, but then again, ég er tryggð í botn...það nýtist þá vel:) Hehehe...jæja best að hætta þessu bulli og fara að lesa. Hafðu það bara ofurgott Habba mín:) Bæ Jóga

Guðbjörg Harpa said...

Elsku frænka
Velkomin á nýja heimilið þitt. Vona að ég komist til þín. Vona að þér líði sem allra allra best og kynnist fljótt og vel einhverjum skemmtilegum til að skapa ævintýrin með :)

Knús sæta mín
Harpa