Tuesday 31 July 2007

Touch Football

Jæja nú er ég farin að æfa Touch Footy ;-) (Ástralarnir stytta öll orð) Fór á æfingu í gær með Varsity-liðinu og það var frekar gaman. Liðin eru blönduð svo stelpur og strákar spila saman. Við vorum þrjár sem fórum með í gær, og fengum svona 2 mín. kennslustund. Ég þekkti þessvegna ekki helminginn af reglunum þegar að ég fór inn á í fyrsta sinn í gær. Skildi ekkert í þeim þegar þau voru að segja mér að passa mig á dómaranum?????? En þá á maður að alltaf að vera "á sömu línu" og hann í vörninni.
Touch Football er eins og venjulegur ástralskur fótbolti fyrir utan allar tæklingarnar...hehe...það er nóg að koma við fólk.....en djöfull langaði mig að kasta mér á liðið þarna í gær ;-)
Við spilum í einhvernsskonar deild, þannig að við spilum við sitthvort liðið á hverri æfingu. Þetta verður spennandi og ég ætla mér að verða betri í þessu...en annars gekk víst bara ágætlega hjá okkur í gær!
Nu er jeg begyndt at træne Touch Footy som australerne kalder det. De forkorter alle ord her... Jeg trænede første gang med Varsity holdet i går og det var rigtig sjovt. Holderne er blandede, både piger og drenge, og der er ingen "taklinge". Så det er nok at røre ved modstanderen, men jeg kan love for at jeg havde lyst til at kaste mig på dem i går ;-) Vi var tre tøser der provede i går for første gang, og fik ca. 2 min. instruktion inden. Jeg kendte derfor ikke halvdelen af reglerne da jeg var første gang inde på banen. Fattede ikke hvad de mendte da jeg skulle passe på dommeren???? Man skulle åbenbart stå "i ligne med ham" i defence. ( Kan aldrig huske hvad "defence" er på dansk ) Vi spiller i en slags turnering, så hver mandag spiller vi mod nyt hold. Kamp hver gang, så vi vil prøve at holde træning ind i mellem så vi nybegynderne kan lære lidt mere og blive rigtige gode ;-)

Monday 30 July 2007

Sunday on the beach!






Ég er búin að eignast surf bretti! Var svo heppin að Alfredo (sem býr í næsta herbergi) gaf mér bretti. Hann fékk það sjálfur gefins og það var of stutt fyrir hann. En passar mér ;-) Adam nágranni fór með okkur á ströndina og tók okkur í kennslustund og ég fór aðeins útí og prófaði. Æfði mig í því að halda jafnvægi á brettinu, og svo prufaði ég aðeins að hoppa upp á hnén. Það tókst einu sinni ;-) Annars þarf ég að fara að æfa armbeygjur og hopp, því þetta er frekar erfitt...


Ja nu er jeg gået i gang med at surfe!!! Jeg var så heldig at min roommie Alfredo gav mig surf board og Adam nabo vil gerne lære mig hvordan man gør. Vi var nogle stykker der tog på stranden i går og jeg prøve at øve mig lidt. Jeg nåede at holde balance på boardet men det lykkedes kun en gang at hoppe op på knæerne ;-) Jeg må nok øve mig par gange til før jeg begynder at stå op! Men det er ret hårdt fysisk så jeg skal til at øve armbøjninger og hop hihihihi :-)

Monday 23 July 2007

Fyrsti rigningardagurinn


Tropical Rain! Þá kom að því að það fór að rigna. Gott fyrir gróðurinn enda allt orðið skrjáf þurrt hérna. Það rigndi ekki allan daginn en á köflum alveg svakalega. Aðeins búið að ringa í dag líka. Ég sit og les: "The marketing environment" Cheers

Så kom den første dag med regn. Som er meget godt for naturen, da alt er blevet utrolig tørt. Det regnede ikke hele dagen men i perioder virkelig meget. Det var rigtig Tropical Rain. Sidder her og læser marketing... cheers.

Sunday 22 July 2007

Frábær helgi

Já það er bara búið að vera svo gaman.... Á föstudaginn fórum við stelpurnar og lékum okkur í búðunum, rosa flott sumarföt frá Billabong.
Á laugardaginn fór ég með Adam (nágranna) og félögum að horfa á Professional Wake Skate - bretta stráka. Þessi bretti eru ekki eins og venjuleg Wake Boards sem eru með bindingum (eins og snjóbretti) heldur eru þessi bretti alveg flöt og engar bindingar, sem þýðir að það er mikið erfiðara að standa á þeim. Adam á Jetski og hann var að hjálpa þessum proffum sem voru að taka upp video fyrir einhverja mynd. Gaman að fylgjast með, en lang skemmtilegast var þó þegar að ég fékk að sitja með á Jetskinu :-)
Det har været rigtig sjov weekend som startede med en shoppingtur med pigerne i fredags. Det er mange flotte sommertøj fra Billabong.
I lørdags vågnede jeg så tidligt og tog ud med Adam (nabo) og Co til at se på nogle professionelle Wake Skate-ere som skulle optage video for en film. Disse Wake Skate Board er ikke lige som normale Wake Boards som har bindinge som på Snowboards, men ligner mere Skateboards og er derfor meget sværer at "skate" på. Det var skægt at se gutterne men sjovest var det at sidde bag på Jetskien ;-)

Eftir túrinn var svo smalað saman í 3 bíla og við fórum í smá göngutúr. Við vorum nú ekki meira en 20 mínútur á toppinn, þó að hóllinn heiti Mount Coolum...en það var gaman að komast í smá göngu svo ekki sé minnst á útsýnið. Strendurnar eru alveg frábærar.
Eftir turen ved vandet fylte vi 3 biler af mennesker og tog til Mount Coolum...som jeg ville nu ikke kalde bjerg ;-) Det tog os kun 20 minutter at nå toppen, men det var godt at "komme lidt op" igen og ikke mindst se det dejlige udsygt.

Síðan spiluðum við Volley Ball, og ég er öll lurkum lamin á eftir leikinn. Með harðsperrur, marin og blá, með tognaðan fingur og risa bólgu á ristinni eftir að þyngsti gæinn á vellinum hoppaði á mig. Dagurinn endaði svo með grillveislu í garðinum og smá partý hjá nágranannum. Í morgun fórum við svo á ströndina að surfa. Það var nú frekar kalt svo ég fór ekki útí. Ég þarf að kaupa mér blautbúning áður en ég hætti mér útí svona snemma á morgnanna. Ég kom mér bara vel fyrir á ströndinni, pökkuð inn í föt og teppi og naut útsýnisins ;-)
Til sidst spillede vi Volley Ball, og jeg kan godt nok mærke kroppen efter kampen. Jeg har ømme muskler, blå mærker, forstrukken finger og bule på foden efter at største manden på banen hoppede på mig. Efter kamp var der barbecue og en lille fest hos naboen. I morges tog vi så på stranden til at surfe. Jeg hoppede ikke i vandet, det var for koldt i dag. Jeg mangler at købe wetsuit før jeg går i så tidligt om morgenen....men det kommer snart ;-)

Thursday 19 July 2007

Fyrirlestrar

Var að klára fyrsta fyrirlesurinn minn í Biodiversity and Environment. Fékk nett sjokk í gær þegar ég fór að kíkja í bókina......frekar mörg óskiljanleg orð ;-) Enda búin að fjárfesta í orðabók. Þetta er bara hin hreinasta líffræði eins og er, um þörunga og svifþörunga etc. Aðra hverja viku eru tímar á rannsóknarstofu, og ég á t.d. að krifja frosk!!! Eitthvað sem að ég hef alltaf þakkað fyrir að ég þurfi ekki að gera....ooooojbara. Jamm, svo það verður nóg að gera hjá mér ( í vetur ætlaði ég að fara að segja)
Reyndar held ég að það verði nóg að gera í öllum fögum og ég á að skrifa stuttar og langar ritgerðir, grúppuvinnu og halda stuttan "fyrirlestur". Skólinn bíður upp á mikla möguleika til að leita sér hjálpar, svo ef að ég "fer alveg á limminu" á ég eftir að nýta mér það :-)

Jeg har lige gjort færdig min første "lecture" i Biodiversity and Environment. Jeg fik noget af et sjok i går da jeg kiggede i biology bogen, fordi der var maaaaange ord jeg ikke forstod. Jeg har også købt mig en ordbog ;-) Faktisk er det reneste biology nu, om alger etc. Jeg skal også ind på labaratorium og skære i en frø, så jeg får nok at se til "i vinter" (Det er stadig lidt sjovt at snakke om vinter nu, særlig når det slet ikke er noget vinter-vejr!) Faktisk tror jeg at jeg får travlt i alle fage. Jeg skal både skrive korte og lange opgaver, lave gruppearbejde og mindst et oplæg som jeg glæder mig ikke til... Men skolen byder på alt mulig hjælp som jeg vil benytte mig af hvis jeg er ved at flippe ud!! ;-)

Tuesday 17 July 2007

Gras

Ástralir elska greinilega að slá gras. Ég fékk mér smá skokktúr við tjarnirnar hérna í hverfinu í gær, og allsstaðar var verið að slá. Hvort sem var við heimahús eða í almenningsgörðum. Þetta vakti furðu mína, þar sem að ekki hefur ringt hér í margar vikur og grasið vex þar af leiðandi ekkert. Það er heldur ekki mikið hærra en 2 mm. svo þetta er mér allt að því óskiljanlegt. Kannski vilja þeir ekki gefa kóngulónum færi á að fela sig í grasinu, en tek jafnframt fram að ég hef ekki ennþá séð neina! Nei, I don´t get it!


Svarti svanurinn er "national bird" Ástralanna. Þessir litlu fæddust þarna um morguninn, og einn á eftir að klekjast út. Þeir eru óttalega sætir ungarnir, en mér finnst þeir stóru alveg verlega flottir!

Monday 16 July 2007

Here I am

Ég er í Sippy Downs sem er aðeins til vinstri við rauðu stjörnuna. Ég er búin að fara á ströndina við Maroochydore og Mooloolaba :-)

Jeg er i Sippy Downs som er lige til venstre for den røde stjerne. Jeg har været på stranden ved Maroochydore og Mooloolaba :-)

Sunday 15 July 2007

Orientation is over


....og bráðum byrjar alvaran :-)

Í þessari viku var kynning í skólanum, svo ég hef ekki ennþá farið í neina tíma. Okkur var sýndur skólinn og á tölvukerfin, bókasafnið etc. Þar fyrir utan fór ég á nokkur "workshops" þar sem kynntar voru ýmsar leiðir til að gera námið auðveldara. Ég reyndi auðvitað að sjúga í mig alla vitneskju og ætti eiginlega að vera tipp topp fyrir næstu mánuði ;-)
Ég er svo búin að sækja töskuna mína, sem tók 6 tíma allt í allt, mikið vesen og kostaði formúgu. Læri af þessu og ætla aldrei aftur fljúga frá Evrópu með meira en 10 kg!
Ég fór svo aftur á ströndina með Þjóðverjunum, en fór í sjóinn í þetta sinn. Mér fannst hann nú frekar kaldur, en ég er líka hálfgert lúxusdýr hvað það varðar ;-) Öldurnar voru frekar stórar og ég þarf sko aðeins að venja mig við þær svo ég geti lært surfið. Man aðeins of vel eftir öldunum í Costa Rica, þar sem að ég hélt ég myndi drukna, en kann nú ekki við að vera skræfa svo ég ætla að henda mér útí bráðum aftur og BERJAST!
Kíkið á nýjustu myndirnar í Júlí albúminu :-)
Første uge er slut på "Uni" og jeg har været til nogle workshops hvor vi lærte metoder til at gøre studiet nemmere. Læse og glose teknikker blandt andet. Så jeg har prøvet at suge viden til mig og glæder mig til at starte i morgen.
Jeg har enlig fået min sidste taske og det tog mig 6 timer, masser af vrøvl og en kostede derudover en formuge. Så det bliver sidste gang at jeg flyver ud af Europa med merer end 20 kg. ;-)
Jeg har så været på stranden igen med tyskerne. Denne gange badede jeg. Vandet var lidt koldt syntes jeg og bølgene var ret store. Jeg må helt sikker øve mig hvis jeg skal til at lære at surfe, fordi jeg kan huske lidt for godt min "næsten drukne" eppisode i Costa Rica.
Kig på de nyeste billeder i Júlí albumet :-)

Wednesday 11 July 2007

My House


Hérna er mynd af húsinu mínu, næs ekki satt? Frekar næs að hafa

sólina á svölunum svona seinnipartinn ;-) Ég bý á 2.tv.

Her er et billede at mit hus, flot placering ´ik? Det er i super at have solen på balkonen om

eftermiddagen. Jeg bor på 1.tv.

Sunday 8 July 2007

A day at the beach


A NICE DAY
Í dag fór ég á ströndina með nokkrum þýskum krökkum. Allt morandi af Þjóðverjum hérna! Ströndin er frábær, og greinilega meiriháttar öldur. Við töluðum við einn af "the lifeguards" og hann sagði okkur að á morgnanna kæmu oft höfrungar á mjög nálægt ströndinni, svo ég þarf að vakna snemma á næstunni og fara snemma á ströndina. Vatnið var 19 gráður sem að honum fannst kalt. (20 gráður inni hjá mér núna og klukkan er hálf 5) Hann sagði að það kæmu mjööög sjaldan hákarlar á þetta svæði en marglytturnar kæmu á sumrin. Næstu 2-3 mánuði og í febrúar verða öldurnar stærri, sem er vinsælt hjá surferunum, sem ég get vonandi lært sem fyrst ;-) Mér finnst nú eiginlega bara eins og ég sé í fríi hérna núna.......en það á auðvitað eftir að breytast.
I dag tog jeg på stranden med nogle tyskere, som der er mange af her på kollegiet. Stranden er virkelig dejlig, sanden er fin og fine bølger til at leje i. Vandet var 19 grader som Australerne synes er koldt. En af livgardene fortalte os at der kommer mange delfiner op ved stranden nu om vinteren, og at der var bedst at se dem om morgenen. Så jeg må op tidligt en af dagene. Han fotalte også at der kommer sjældent hajer, men at der kommer jellyfish om sommeren. Næste 2-3 måneder og i februar bliver bølgerne store så surferne bliver glade. Jeg regner med at melde mig i "the board club" på skolen og tage undervisning så jeg kan lære at surfe. hehehe JEG SKAL lære det! ( trods min dårlige balance)
Nu føles det mest som jeg er på ferie. Skolen starter først på tirsdag, og det har været dejligt at have par dage til at komme sig efter den lange flyvetur + finde lidt rundt her i området.

Saturday 7 July 2007

Finally

Jæja loksins kom ég tölvunni í samband, eftir vandræði með innstungurnar hérna niðurfrá. Ég er orðin ferlega háð netinu fann ég, og mér leið bara eins og ég hefði misst aðra höndina!!! ;-)

Annars vil ég óska föður mínum til hamingju með afmælið í dag. Góður dagur 07.07.2007. Trilljónir að gifta sig og í Sidney verða LIVE EARTH tónleikar t.d. haldnir. Svo pabbi, þú verður að gera eitthvað spennandi.

Ég var að frétta að það flytja inn tvær franskar stelpur til mín þann 17. júlí. Ég verð því að reyna að troða mér eitthvað á unglingana hérna í nágrenninu, eða bara lesa og horfa á tv. hehehe Sofnaði kl. 9 í gærkvöldi, enda vöknuð kl. 6 í morgun. Fór út að hlaupa hálf 8 og því í banastuði. Ætla í búðaleiðangur núna, ætla frekar fleiri ferðir en kaupa of mikið inn.
Hey ég heiti habbainaustralia á skype fyrir ykkur sem hafa :-)

Cheers

Nu har jeg enlig fået det rigtige stik på computeren og derfor i kontakt med omverden igen. Utroligt hvor afhængig man er blevet af nettet.
Fik at vide i morges at der flytter ind to franske piger den 17. juli, så jeg kan måske ruske op i min forfalne fransk ;-)
Så jeg må tilmed at komme ud og se om ikke jeg kan finde nogen at hænge ud med her i weekenden. Orientation starter først på tirsdag, men hvis ikke det lykkes har jeg computeren, bøger og tv. Jeg er så godt som kommet over den store forskel på tiden. Sov 11 timer i førrige nat, og faldt allerede i søvn kl. 9 i går, så i aften må jeg holde mig vågen.

Thursday 5 July 2007


Strax er ferðalagið mikla orðið frekar ævintýralegt. Allt gekk vel eins og vanalega frá Íslandi. Þurfti að borga fyrir 8 aukakíló en það var svosem ekki svo hræðilegt....
Það gekk líka vel að finna Express Coach á Standsted og ég var komin á Heathrow í góðum tíma, og þá fóru hlutirnir að gerast!!! Allstaðar raðir, meira að segja í lifturnar og svo heljarinnar göngutúr til að komast að réttu „gate-i“. Nú mér tókst að taka með mér aaaaðeins of mikið af dóti, og ensku dömunum leist ekkert á blikuna. Þeim fannst þessi auka 27 kg. sem ég var með eitthvað yfirdrifin hjá mér, ég skildi svosem ekkert í því. Eigum við konur ekki að standa saman? Maður verður jú að hafa þetta nauðsynlegasta með þegar að maður ferðast hálfan hnöttinn! Nú ég varð því að senda eina töskuna, því vinkonan ætlaði að rukka mig 650 pund fyrir aukakílóin. Þá fór allt á fullt hjá mér með að taka úr einni tösku og setja í aðra og guð má vita hvað ég stóð lengi, aaaalein og ráðvilt með nærur, pils, buxur og hvað veit ég útum allt... Ekki batnaði það þegar að ég þurfti að vera með símanúmer í Ástralíu til að geta sent töskuna. „Hva! Ég þekki engan í Ástralíu....nei á enga vini þar“, svo þá var að hringja í ofvæni til mömmu gömlu sem eftir nokkuð hark við gmail og netið og nokkur símtöl tókst að redda málinu og taskan er því komin í flug. Kemur víst eftir ca. viku. Ég veit svo eiginlega varla hvað ég er með mér núna, varð alveg kolringluð í þessu töskuveseni.
Flugið með Emirates til Dubai var eins þægilegt og það gat verið. Besti flugvélamatur sem ég hef smakkað, og sér tv skjár þar sem hægt var að velja milli ótal mynda, tölvuleikja etc. Það var líka frábært að fá upplýsingar um næsta flug á skjánum og sleppa við panik við að leita að Brisbane „gate-inu“. Það var þokkalega groovie að fljúga yfir Dubai, og alveg greinilegt að maður var komin í allt annan heim. Allt var gult, sandur útum allt, öll hús ferköntuð með flötum þökum. Það var lítið af gróðri og sumstaðar var eins og vegir, hús og gróður væri að „drukna“ í sandinum. Fríkað að sjá þetta.
Ég skellti svo í mig hálfri svefnpillu í byrjun flugsins til Singapore. Hún virkaði í 3 tíma svo ég var bara nokkuð brött við komuna til Singapore. Þar var okkur hent út, til að tölta um í 30 mín, og svo inn aftur og rúmlega 6 tíma flug til Brisbane.

Nú er ég semsagt komin alla leið. Komin í fínt herbergi á 2. hæð með útsýni yfir blakvöllinn og sundlaugina. Ég verð nú ekki lengi að fylla upp í þessa ræfils herbergis-kytru sem annars lítur bara vel út.
Ég fór nú að redda ýmsu strax við komuna. Borgaði aðgang að netinu og fór í búð. Var nú eiginlega að slíta af mér handleggina við burðinn heim. Það er svo margt sem að mann vantar þegar að maður byrjar svona upp á nýtt...allir skápar tómir! Þeir hefðu orðið ánægðir með mig í Mjölni...."GEFA SIG ALLAN, BERJAST, EKKI HÆTTA, EKKI HÆTTA...." Mér finnst ótrúlegt að ég sé ekki þreyttari. Er eiginlega ekkert búin að sofa á fluginu, kannski 4-5 tíma í allt, en er auðvitað búin að liggja og hvíla mig 80% ;-) svo ég er bara frekar góð núna! Kannski skoða ég mig aðeins um áður en ég klára að koma mér fyrir. Það er gaman að vera loksins komin hingað.

Min rejse startede allerede eventyrligt... Alt gik godt fra Island, måtte dog betale for 8 kg i overvægt. Det gik glimrende med at finde bus fra Standsted til Heathrow og jeg var der i god tid, heldigvis, fordi de engelske damer bryd sig ikke om de ca. 27 ekstra kg jeg hvade med! Man skulle tro at vi kvinder ville stå sammen, men nej, engan et sødt smil virkede. De ville tage 650 pund så jeg måtte finde andre veje og den eneste var at sende tasken for sig selv. OOOOg guuud, det havde jeg jo ikke pakket til, så jeg plantede mig i et hjørne og siden fløj der med underbukser og nederdele, sandeler og gud må vide, og til sidst vidste jeg næsten ikke hvad jeg havde pakked hvor! Næste sjok fik jeg da jeg skulle skaffe telefon nummer i Australien til at kunne sende tasken. ”Buhuuu men jeg kender ikke nogen der…” og efter par opkaldt og kamp med gmail og internettet lykkedes det mor at skaffe nummer hos kollegiet (hvor jeg skal bo) og tasken blev sendt af sted efter alt. Den kommer vist om en uge.
Flyveturen med Emirates var nok lige så komfi som den kunne være. God mad og eget tv, hvor man kunne vælge mellem mange film og spil etc. Lige noget for mig ;-) Det var utroligt at flyve over Dubai. Virkelig en anden verden der. Alt var gult og sand alle vegne. Firkantede hus med flade tage, og nogle af dem samt planter og veje var bogstaveligt ved at "drukne" i sanden.
Næste fly til Singapore tog så lidt over 6 timer, og efter kort stop tog det igen 6 timer til Brisbane. Derefter gik det nu meget smooth, og jeg er nået til Varsity Apartments i Sippy Downs. Lejligheden er meget fin, godt placeret og med godt udsigt fra balkonen. Solen skinner og i nu er der 23 grader her inde. Meget varmt sommer vejr at jeg synes. Men "vinteren" er vist ikke begyndt i nu, siger de. Jeg har fået pakket ud og købt madvarer ind. Har derfor fået spagetti arme oven i søvnløsheden så jeg kommer nok ikke til med at lave så meget mere i dag.
Sjovt at være nået så langt ;-)

Tuesday 3 July 2007

Goodbye everyone


Jæja nú er ég orðin vel merkt mínu heimalandi. Komin með pínulítinn hnút í magann....en hlakka þó mest til og er tilbúin í slaginn. Búin að kveðja alla voða vel og búin að fá gefins ferðagjafir og verndargripi. Á góða vini og fjölskyldu!
Sjáumst næst í ÁSTRALÍU...............JIHAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA
FARVEL alle sammen. Nu er jeg klar til nye eventyre. Kan dog mærke lidt spænding i maven. Som I kan se på billedet kan alle nu se hvor jeg kommer fra, og det bliver sjovt at se hvor mange i Australien kender landet om halsen på mig ;-)