Wednesday, 2 April 2008

Enn á lífi

Halló halló....enn á lífi en bara ekkert internet! Við vorum svo heppnar í nýju íbúðinni að við gátum loggað okkur á þráðlaust net, sem er búið að loka núna og við erum ekki ennþá búnar að finna nógu góðan díl fyrir okkur. Þessi sænska er algjör djöfull í download-um og þarf alveg fullt af gígabætum! Annars er allt gott. Var hálf lasin í páskafríinu sem var frekar lummó.
En góðu fréttirnar eru að ég er búin að eignast bíl!!! Ég og Elke (þýsk) fengum gefins bíl, Hondu ´85! Gengur vel, þarf samt að skipta um alternator (hvað sem það nú er á íslensku) og þá er hann í toppgír! Er samt án efa einn af ljótustu bílunum hér á ströndinni...hehee...en það er allt í lagi. Við ætlum að eiga hann í sameiningu og vonandi gengur það allt saman vel

Ég fæ vikufrí í næstu viku frá skólanum, en verð frekar busy. Fullt af verkefnum sem þarf að skila eftir fríið.
Kveðja Habba


Hejsa Danmark! Jeg er stadig i live men har bare ikke noget internet længere! Vi var så heldige at kunne logge på trådløst net, mulighvis hos naboen, helt gratis.....men det er låst i nu!!! Vi har ikke fundet noget andet i nu, men arbejder på det. Jeg savner det godt nok meget!!! Jeg var lidt syg i påskeferien som var kedeligt, men fik påskeæg fra Island uge senere så vi flyttede påskene om en uge! Men de bedste nyheder er at jeg og min veninde Elke fik en bil i gave tidligere på ugen. Det er en gammel Honda i god stand, skal lige skifte altinator (ved ikke helt hvad det er på dansk) og så kører den som perfekt!!! jubiiiiiiiiii Nu kan jeg gøre hvad jeg vil!

Knus og kram Habba

2 comments:

Anonymous said...

Hæ elsku Habba mín.

En gaman að heyra aðeins frá þér.

Til hamingju með bílinn.

Þessi lýsing á bílnum og alternatornum, sem ég veit ekki heldur hvað er, fékk mig nú til að hugsa um eitt.

Það, þegar ég var nýflutt út til Köben og á kollegíið okkar, og þú og Henry áttuð Mözduna. Við vorum svo á leið til IKEA þar sem ég ætlaði að kaupa eitthvað bráðnauðsynlegt dótarí, þegar bílinn stoppaði bara og nennti ekki meiru við Söerne, þar til einhver kom og gaf okkur rafmagn minnir mig. Við allavegana komumst í Ikea í Gentofte, ahhaha. Man svo vel eftir þessu. Ég, þú og leynigestur vorum í bílnum, förum ekkert nánar út í það, hahahahahahaha.

Jæja elskan, gangi þér vel með verkefnin og fullt af kossum og knúsum héðan,

Sigga.

Anonymous said...

Hallo sæta okkar. Hér er njósnað um þig af og til. Gott að vita að þú ert þarna einhversstaðar. Kærar kveðjur frá ömmu Ingu og öllu hyskinu á Svanshóli líka. Knúúúúúús sætust. Bæ Halla.