Monday, 28 April 2008

Sól og blíða

Frábært veður. Nenni varla að hanga inni, en ég er nú búin að dekra við sjálfa mig um helgina svo það er ekki annað að gera en að gera eitthvað af viti. Veðrið er svakalega gott og búið að vera í marga daga. Eitthvað um 25 gráður og sól. Sjórinn enn heitur, frábært. Fór aðeins að surfa um helgina, stóð upp í nokkrar sek.....

Lúxuslíf, ay!

Knús Habba

1 comment:

Olga said...

Hæ sæta, við bíðum hérna óþreyjufull eftir sumrinu. Það virðist ætla að standa á sér. Ágætis gluggaveður, sól og fínt, en skít kalt og rok. Loka bara augunum og hugsa til þín og ímynda mér að ég liggi á ströndinni með þér ;) Góða skemmtun og gættu þín nú á hákörlunum og marglyttunum.

Knús og kossar, Olga