Monday, 28 April 2008

Sól og blíða

Frábært veður. Nenni varla að hanga inni, en ég er nú búin að dekra við sjálfa mig um helgina svo það er ekki annað að gera en að gera eitthvað af viti. Veðrið er svakalega gott og búið að vera í marga daga. Eitthvað um 25 gráður og sól. Sjórinn enn heitur, frábært. Fór aðeins að surfa um helgina, stóð upp í nokkrar sek.....

Lúxuslíf, ay!

Knús Habba

Wednesday, 23 April 2008

Gaman að heyra í ykkur

Takk fyrir að skrifa stelpur....allar vinkonur of frænkur! Það er alltaf gaman að heyra í ykkur heima. Og Sigga þú verður að fara að drífa þig á facebook, ég er komin í klúbb: 6L...!!!!

Annars allt gott að frétta. Lítið búin að gera annað en húsverk og ritgerð. Ekkert sérstaklega spennandi. En þetta verður bráðum búið í bili...eftir 2 daga. Þá skila ég ritgerðinni og Elke vinkona útskrifast. Þá sé ég hvernig þetta verður hjá mér eftir 2 ár :-) Það verður gaman hahaha


Jæja heyri í ykkur

Sunday, 20 April 2008

Fyrsta jobbið

Jæja nú er ég búin að vinna í fyrsta skipti í Ástralíu. Fór og plantaði jarðaberjum í gær í 2 1/2 tíma. Það var nú alveg nóg í bili, svona fyrir bakið....hahaha...aumingja liðið sem gerir þetta í nokkrar vikur í einu! En það var gaman að vera haugadrullug og þreytt. Elska skít... eins Siggi Sigurjóns í Dalalífi...guð hann var svo fyndinn!

Jæja annars ekkert, er í ritgerðarskrifum.
Knús Habba

Friday, 18 April 2008

UNI

Hæ hæ, lítið að frétta. Búið að vera nóg að gera hjá mér í skólanum. Svo engar sérstakar fréttir. Fór samt og kafaði hérna um daginn við skipsflak. Það var nokkuð geggjuð upplifuð. Það var þónokkur öldugangur sem ég er ekki vön þegar að ég hef kafað svo ég var svolítið nervuuuuussss þarna í fyrstu ferðinni. En númer tvö var geggjuð og við fórum meira að segja inn í flakið sem var geggjað. Ég ætlaði varla að þora en tókst að sigrast á því...
Kveðja Habba

Wednesday, 2 April 2008

Enn á lífi

Halló halló....enn á lífi en bara ekkert internet! Við vorum svo heppnar í nýju íbúðinni að við gátum loggað okkur á þráðlaust net, sem er búið að loka núna og við erum ekki ennþá búnar að finna nógu góðan díl fyrir okkur. Þessi sænska er algjör djöfull í download-um og þarf alveg fullt af gígabætum! Annars er allt gott. Var hálf lasin í páskafríinu sem var frekar lummó.
En góðu fréttirnar eru að ég er búin að eignast bíl!!! Ég og Elke (þýsk) fengum gefins bíl, Hondu ´85! Gengur vel, þarf samt að skipta um alternator (hvað sem það nú er á íslensku) og þá er hann í toppgír! Er samt án efa einn af ljótustu bílunum hér á ströndinni...hehee...en það er allt í lagi. Við ætlum að eiga hann í sameiningu og vonandi gengur það allt saman vel

Ég fæ vikufrí í næstu viku frá skólanum, en verð frekar busy. Fullt af verkefnum sem þarf að skila eftir fríið.
Kveðja Habba


Hejsa Danmark! Jeg er stadig i live men har bare ikke noget internet længere! Vi var så heldige at kunne logge på trådløst net, mulighvis hos naboen, helt gratis.....men det er låst i nu!!! Vi har ikke fundet noget andet i nu, men arbejder på det. Jeg savner det godt nok meget!!! Jeg var lidt syg i påskeferien som var kedeligt, men fik påskeæg fra Island uge senere så vi flyttede påskene om en uge! Men de bedste nyheder er at jeg og min veninde Elke fik en bil i gave tidligere på ugen. Det er en gammel Honda i god stand, skal lige skifte altinator (ved ikke helt hvad det er på dansk) og så kører den som perfekt!!! jubiiiiiiiiii Nu kan jeg gøre hvad jeg vil!

Knus og kram Habba