Tuesday 9 October 2007

...í skólanum, í skólanum...

Jæja er að mygla! Er í skólanum að skrifa og það er svo djöfulli kalt hérna! Þeir tæta svo svakalega upp í loftræstikerfinu hérna! 30 gráður úti, 16 inni! Jamm, ha, dísús maður!

Fór á Jetski um helgina. Geggjað. Hoppuðum um í rúman hálftíma, enginn vafi að ég gæti vanist því. Er farið að langa í leikföng... Annars vorum við að kveðja einn félaga okkar í dag. Daninn farinn heim og stór hópur búinn að hanga heima hjá honum alla vikuna. Bara búið að vera frekar huggulegt. Get nú ekki annað en leitt hugann að því þegar að ég "missi" allt liðið frá mér! Það verður skrítið...
Hey, ætla að halda áfram að skrifa!

Cheers from Australia

3 comments:

Anonymous said...

Gaman að fylgjast með þér Hrafnhildur mín. Gangi þér allt vel og njóttu :-) Guðrún frænka

Anonymous said...

Hæ skvís.

Alltaf gaman að fylgjast með ævintýrum þínum þarna down under.

Mikið er hann nú sætur litli hnoðrinn hennar Guggu okkar.

Svo veit ég ekki hvort þú vitir það, en Unnur er ófrísk af sínu þriðja barni, haha. Já, það er kraftur í henni. Þegar við freyjurnar hittumst hjá henni fyrir um mánuði síðan var hún komin 20 vikur og á að eiga í apríl minnir mig. Hún var bara með sæta og netta kúlu.

Ég er hinsvegar eins og hvalur. Fæ greinilega stórar kúlur, haha.

Annars allt í fína héðan, gott að vera fluttur heim til Íslands. Verður gaman að sjá þig næst þegar þú kemur til landsins.

Vertu svo bara dugleg að læra skvís.

Skil að þessi loftræsting í skólanum sé dáldið voldsom, dáldið mikill hitamunur.

Hafðu það gott, og gaman að maður geti kommentað.

Knús héðan,
Sigga.

Anonymous said...

VEIII, kominn komment-fítus. Gott hjá þér Habba mín.

Já, svona er inni-kuldinn líka í henni Ameríku. Úti 30-40 gráður og svo er maður skjálfandi á beinunum inni. Ég fékk næstum því lungnabólgu þarna í dvöl minni í júlí. Látin sofa í 12 gráðum með eitt þunnt lak yfir mig...brrr.

Í dag eru hér heilar 13°C. Engum myndi detta það til hugar að fara að sofa úti... og hvað þá að ganga um í bol og stuttbuxum. Náttla bara bilun!!!! hehe

Kveðja,

Kiðlingur