Tuesday, 17 July 2007

Gras

Ástralir elska greinilega að slá gras. Ég fékk mér smá skokktúr við tjarnirnar hérna í hverfinu í gær, og allsstaðar var verið að slá. Hvort sem var við heimahús eða í almenningsgörðum. Þetta vakti furðu mína, þar sem að ekki hefur ringt hér í margar vikur og grasið vex þar af leiðandi ekkert. Það er heldur ekki mikið hærra en 2 mm. svo þetta er mér allt að því óskiljanlegt. Kannski vilja þeir ekki gefa kóngulónum færi á að fela sig í grasinu, en tek jafnframt fram að ég hef ekki ennþá séð neina! Nei, I don´t get it!


Svarti svanurinn er "national bird" Ástralanna. Þessir litlu fæddust þarna um morguninn, og einn á eftir að klekjast út. Þeir eru óttalega sætir ungarnir, en mér finnst þeir stóru alveg verlega flottir!

4 comments:

Olga said...

Habba mín það hlýtur nú e-h meira krassandi að vera gerast í OZ en grassláttur og fuglafæðingar. Enga feimni nú "spill the beans" ;)

Habba said...

Hehehehe...no jucy stories on this page ;-)

Olga said...

Hvar eru þá djúsí sögurnar?

Guðbjörg Harpa said...

Já gras og fuglar :) ekki verra en hvað annað sko.
Mér finnst svanir ótrúlega fallegir. Svartir svanir eru svakalega flottir, hef nú bara séð þá í Tívolíinu í Köben og tók margar myndir af þeim þar :) veit ekki hvort að þeir séu enþá þar en voru í mörg ár.

Er að fá vinkonu mína til mín í kvöld og hlakka mikið til.

Knús elskan